Steinunn Inga Óttarsdóttir∙15. ágúst 2023
HEIÐA VIGDÍS, SKÁLD OG ÆVINTÝRAKONA
Heiða Vigdís Sigfúsdóttir er rithöfundur, ritlistarnemi og bloggari og skrifar greinar í Heimildina. Heiða er meðlimur í spunahópnum Eldklárar og eftirsóttar!. Hún gaf nýverið út sína fyrstu skáldsögu, Getnaður þar sem sæði streymir linnulaust og án ábyrgðar. Sjöfn Asere segir allt sem þarf að segja um bókina í Lestrarklefanum.
Í beinu framhaldi af útgáfu Getnaðar flutti Heiða af landi brott, til Buenos Aires í Argentínu og hefur það súperfínt eins og sjá má af blogginu hennar.
Í stórskemmtilegu viðtali á vísi.is segir Heiða frá ævintýrum og útþrá.
Heiða Vigdís bætist í skáldatalið, fyrst kvenna á þessu hausti þegar skáld.is snýr aftur úr sumarleyfi.