Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
Heiða Vigdís Sigfúsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1992. Hún er með BA-gráðu í hagfræði með sagnfræði sem aukafag og nam ritlist við Háskóla Íslands. Þar að auki hefur hún stundað nám í spænsku og bókmenntum Rómönsku-Ameríku í Buenos Aires og Mexíkóborg.
Fyrsta skáldsaga Heiðu Getnaður sigraði í handritakeppni Forlagsins, Nýjar raddir, árið 2022. Áður hafði hún unnið samkeppnina um Jóladagatal Borgarbókasafnsins og Bókmenntaborgar 2021.
Ritaskrá
- 2023 Óumbeðin ástarbréf (ásamt fleiri höfundum)
- 2022 Getnaður
- 2022 Takk fyrir komuna (ásamt fleiri höfundum)
Verðlaun og viðurkenningar
- 2022 Nýjar raddir: Handritasamkeppni Forlagsins fyrir Getnaður
- 2021 Samkeppni um jóladagatal: Borgarbókasafnið og Reykjavík Bókmenntaborg