SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir25. júní 2023

AFMÆLISLJÓÐ, HÚS OG MYNDIR - Ólöf frá Hlöðum

Ólöf Sigurðardóttir, skáldkona frá Hlöðum (1857-1933), orti afmælisljóð til sjálfrar sín þegar hún átti merkisafmæli. Fram kemur í áhugaverðri grein eftir Helgu Kress að það var ekki óalgengt að skáldkonur ortu þannig kvæði. Í greinininni er tengt við sérstakan tíma kvenna, stöðnun í samfélaginu þar sem ekkert breyttist varðandi hlutskipti þeirra og hrörnun líkama sem hefur það hlutverk að vinna heimilisstörf og eignast börn. Greinin heitir „Í kvöld er ég fimmtug.“ Afmælisljóð kvenna til sjálfra sín. Helga Kress hefur gefið skáld.is heimild til að birta fræðigreinar hennar og er greinin um afmælisljóðin aðgengileg hér

Hér má hlusta á áhugaverðan útvarpsþátt um hús Ólafar á Hlöðum í Hörgársveit og varðveislu þess. 

Nokkrar ljósmyndir eru til af Ólöfu. Illugi Jökulsson birti nýlega þessa ljósmynd af Ólöfu á fb-síðu sinni, myndin er úr tímaritinu Eimreiðinni frá 1957. Ætla má að þarna sé Ólöf tilbúin að stíga á bak fáki sínum og þeysa burt.

 

 

Á fb-síðu Kennasögusafnsins er þessa ljósmynd af Ólöfu að finna; fögur og lífsreynd kona.

 

 

 

 

 

 

 

Tengt efni