SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir17. september 2023

ÓSTÝRILÁT MAMMA

Í dag er vert að rifja upp frábæra bók Sæunnar Kjartansdóttur, Óstýriláta mamma mín ... og ég sem út kom 2019 og fæst nú á bókamarkaði á 990 kr. Ásta Bjarnadóttir, móðir Sæunnar, var ein fimmtán systkina. Hún lifði skrautlegu lífi, eignaðist ung sitt fyrsta barn, var í ástandinu í Reykjavík og fór alltaf sínar eigin leiðir. Hún drakk mikið, var bullandi sjálfhverf og buguð af höfnun og minnimáttarkennd. En líka ljóngáfuð, minnug og fróð, fyndin og skemmtileg. Hún tilkynnti dætrum sínum 85 ára að aldri, enn heilsuhraust, að hún hygðist hætta að borða því hún ætlaði sér brátt að deyja. Hún féllst á að það yrði jarðarför en það kom ekkert annað til mála en að útgöngumarsinn væri „My way“. 

Bókin hlaut Hljóðbókarverðlaunin 2020. Í umsögn dómnefndar um bókina segir:

Ein­stak­lega hjart­næm og áhrifa­mik­il saga sem hreyf­ir við hlust­and­an­um og lif­ir með hon­um lengi á eft­ir. Höf­und­ur dreg­ur á ljós­lif­andi hátt upp mynd­ir úr bæði fortíð og samtíð, flétt­ar tíma­sviðin sam­an af miklu ör­yggi og varp­ar ljósi á aðstæður margra ís­lenskra fjöl­skyldna nokkr­ar kyn­slóðir aft­ur í tím­ann. Verkið er skrifað af sterkri þörf höf­und­ar til að reyna að skilja bæði eigið líf og annarra, einkum móður sinn­ar, og vinna úr flókn­um til­finn­ing­um. Það er viðeig­andi að Sæ­unn Kjart­ans­dótt­ir flytji hinn per­sónu­lega og ein­læga texta sinn sjálf. Hún ger­ir það af­burðavel, á lát­laus­an en hlýj­an hátt þegar upp er staðið, ekki síður en hin lit­ríka, sterka og óstýri­láta titil­per­sóna bók­ar­inn­ar. Frum­leg og eft­ir­minni­leg.

Sæunn Kjartansdóttir kom í spjall á rás eitt í þættinum Segðu mér eftir úrkomu bókarinnar og sagði frá móður sinni, tildrögum skrifanna og flóknu sambandi þeirra mægðna.

Mynd: rúv

 

Tengt efni