SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Sæunn Kjartansdóttir

Sæunn Kjartansdóttir fæddist í Reykjavík 24. desember 1956. Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum við Tjörnina 1976 lauk hún námi við Hjúkrunarskóla Íslands 1979 og réttindaprófi í sálgreiningu frá Arbours Association í London 1992. Hún starfaði um árabil á geðdeildum Kleppsspítala/Landspítala en hefur frá árinu 1992 verið sjálfstætt starfandi við einstaklingsmeðferð og faghandleiðslu.

Sæunn er einn stofnenda Miðstöðvar foreldra og barna sem sérhæfir sig í tengslaeflandi innsæismeðferð foreldra og ungbarna. Hún hefur sinnt stundakennslu við HÍ, skrifað fræðigreinar í fagtímarit og bækur auk greina í tímarit og dagblöð um geðheilbrigðismál og málefni barna.

Sæunn er gift Guðmundi Jónssyni sagnfræðingi og eiga þau tvö börn og fjögur barnabörn.


Ritaskrá

  • 2019 Óstýriláta mamma mín … og ég.
  • 2015 Fyrstu 1000 dagarnir. Barn verður til.
  • 2009 Árin sem enginn man. Áhrif frumbernskunnar á börn og fullorðna.
  • 1999 Hvað gengur fólki til? Leit sálgreiningar að skilningi.

Verðlaun og viðurkenningar

Tilnefning

  • 2009 Viðurkenning Hagþenkis: Árin sem enginn man

Tengt efni