Magnea Þuríður Ingvarsdóttir∙23. september 2023
GUÐRÚN AUÐUNSDÓTTIR 120 ÁR
Guðrún Auðunsdóttir afmælisbarn dagsins.
Guðrún Auðunsdóttir 1903-1994 var skáldkona fædd í Dalseli undir Eyjafjõllum. Guðrún var húsfreyja í Stóru-Mõrk og hún var vel þekkt í sinni sveit og kunn fyrir hagleg strengjagrip á skáldhõrpu og þjóðkunn varð hún fyrir þulur sínar eins og segir í formála ljóðabókarinnar Við fjõllin blá sem gefin var út af Jóni R. Hjálmarssyni og Þórði Tómassyni í Skógum árið 1988.
Blánar yfir breiðu sundiBlánar yfir breiðu sundibráðum kemur vor,lifnar grein í lundi,lítil fuglaspormarka mjúkan svörðinn,maðkana geymir jörðin,eigi þaraf að óttaast hor.Bliki slær um björg og rinda,blánar fjallsins rönd.Barnsins hendur bindabláan fjóluvönd.Bera fæðu býinÁ breiðum vængjum skýinflytja regn að fjalli og ströndSólskríkjurnar sveima í varpa,sendast til og frá,safna korni í sarpa,syngja lögin smá.Sefur önd í sefi,sínu stinger nefiundir væng uns opnar brá,Á hvítum vængjum svanir svífasuður um loftin blá.Fálkar fjöllin klífa,fyrir ungum sjá.Syngur í loft lóa,labbar rjúpa ímóa,egg í hreiðri hulin á.Æður, blikar, óðnshanariðka á vötnum sund,snípur volki vanarvappa um mýri og grund,fylla munna og maga.Mín svo endar saga.Gef vorið gull í mund.