SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir 5. október 2023

KLÁR JÁRNSMIÐUR OG RÁÐALAUS KÖNGULÓ

Selma Júlíusdóttir var kunn á sínum tíma fyrir barnabækur sínar og framlag til menntunar barna. Hún fæddist í Reykjavík 18. júlí 1937 og varð bráðkvödd á heimili sínu 26. janúar 2014.

Selma ólst upp í Laugarásnum. Gekk í Laugarnesskóla og lauk landsprófi 1952  Hún vann m.a. á Landsímanum og varð fyrsta símadaman á Bæjarleiðum. Hún stofnaði föndurskóla sem hún starfrækti í 15 ár og hafði brennandi áhuga á óhefðbundnum lækningum. Hún skrifaði barnabækur sem Jón bróðir hennar og Marylin Herdís Melk sonardóttir hennar myndskreyttu. Ein þeirra er Járnsmiðurinn og kóngulóin sem margir af eldri kynslóðinni þekkja vel. 

Jenna Jensdóttir fjallaði um bókina í Morgunblaðinu 3. desember 1986:

"Hér kemur lítið ævintýri um járnsmiðinn, sem stalst til að hlusta á sögu sem höfundurinn, Selma, var að segja bömunum í föndurskólanum sínum. Jámsmiðurinn gætti sín ekki í heimi mannanna. En hann var heppinn þegar krakkamir komu auga á hann. Honum var bara sópað út og dyrunum lokað. Þetta var á Laugarásveginum í Reykjavík.  Jámsmiðurinn tifaði af stað. Á Sunnutorgi mætti hann kónguló með ungana sína á bakinu. Hreingemingaræði hafi gripið konuna í húsinu, þar sem kóngulóin hafði spunnið vef sinn. Nú átti hún hvergi heima. Jámsmiðurinn var ráðagóður og hughreystandi. Þau fetuðu sig áfram eftir Langholtsveginum og vom alltaf í bráðri lffshættu. Loks fundu þau góðan samastað, hesthúsin við Elliðaár, eða öllu heldur heyhlöðu þar. Á ferðalaginu horfðu þau á viðureign lögreglunnar við veiðiþjófa í Elliðaánum og fræddust heilmikið í því sambandi.

Höfundurinn hefur áður sent frá sér tvær litlar jólasveinasögur: Bjúgnakrækir og Stúfur fer á skiði (1978—1979). Þær bækur era myndskreyttar af Jóni Júlíussyni. Öll þessi ævintýri eiga það sameiginlegt að vera skemmtileg um leið og í þeim felst talsverð átthagafræðsla. Frásögn af raunverulegum atburðum sem gerast í veranni fléttast inn í ævintýrið. Höfundur segir vel frá. Jámsmiðurinn og kóngulóin er ríkulega myndskreytt skemmtilegum litmyndum sem falla vel að efni. Tvö fyrstu ævintýri sín hefur höfundur lesið inn á spólu. Sá lestur er til fyrirmyndar hvað skýran framburð snertir. Veit ég til þess að ungir hlustendur vilja heyra ævintýrin oftar en einu sinni þegar jólin nálgast."

Einnig var fjallað um bókina í tímaritinu Börn og bækur (1987) en þar er bent á galla í hugmyndafræðinni:

"Myndirnar eru í mildum náttúrulitum enda segir sagan frá lífsbaráttu kóngulóar og járnsmiðs. Þau skötuhjú hittast á Sunnutorgien báðum hefur verið hent út af heimilum sínum í mannabústöðum í grenndinni. Þau leggja land undir fót og finna sér samastað í hesthúsunum í Víðidal að ráði járnsmiðsins sem er karlkenndur í sögunni. Hann tekur að sér að leiðbeina kóngulónni og fræða hana um kringumstæður og staðhætti. Kóngulóin er aftur á móti kona með börn sín á baki, lítil og ráðalaus og fannst mér það heldur ljóður á ráði hennar svona frá hugmyndalegu sjónarmiði."

Selma bætist í skáldatal í dag. 

 

 

 

Tengt efni