Magnea Þuríður Ingvarsdóttir∙20. október 2023
BLEIKA SLAUFAN
Kvæði eftir Ingibjörgu Benediktsdóttur (1885-1953), sem hún orti og birti í ljóðabók sinni Frá afdal til Aðalstrætis árið 1938, í tilefni þess að Hjúkrunarfélag kvenna var stofnað þá fyrir 20 árum, á vel við nú í dag þegar Bleika slaufudaginn ber upp á.
Fyrir tveimur tugum áratendraður var eldur hér,eldur til að ylja og líknaýmsu því, sem vanrækt er.Ástúð mýkir auðn og kulda,eitthvað mildar, víðast hvar.Þessi aringlóðin góðaglædd af kvenna höndum var.Þær, sem arineld þann kveiktu,ekki fundu betri ráð,en að láta hönd og hjarta,hluttekning í konusál,þetta okkar lóð við leggjumlífsins samt í vogarskál.Þið, sem arineld hér kveiktuð,okkar lög þið hafið skráð,það: að láta hönd og hjartahlýju, hvar sem til varð náð.Einu launin, er við gjöldum,okkar heit og loforð er:eldurinn skal ekki deyja,er þið forðum kveiktuð hér.