SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir29. október 2023

HAFMEYJAN OG BRÚÐKAUPIÐ

Myndhöfundurinn og leikkonan Jessica Love var gestur á barnabókmenntahátíðinni Mýrinni í Norræna húsinu fyrir skemmstu en þemað í ár var hafið.

Tvær bækur eftir Jessicu hafa verið þýddar á hið ylhýra, af Ragnhildi Guðmundsdóttur. Sú fyrri ber titilinn Júlían er hafmeyja og kom út í fyrra. Bókin fjallar á afar fallegan hátt um fjölbreytileikann og að fá að vera maður sjálfur. Sagan hefur hlotið mikið lof og unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal Stonewall Award sem eru elstu verðlaunin sem veitt eru fyrir bækur sem snúa að hinsegin efni.  

Seinni bók Jessicu kom út í ár og nefnist Júlían í brúðkaupinu. Í þeirri sögu segir frá því þegar Júlían fer í afar eftirminnilegt brúðkaup, eignast þar vinkonu og lendir með henni í alls kyns ævintýrum.  Báðar sögurnar eru prýddar afar fallegum myndum Jessicu en á heimasíðu hennar má sjá úrval verka hennar.

 

 

 

 

Tengt efni