SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir 4. febrúar 2024

TRÖLLIÐ OG SVARTA KISA, OG FLEIRA TÝNT

Margrét Pálína Lilja Jónsdóttir hét kona, sem kynnti sig sem Margréti J. Björnsson, oftast kölluð Lilla. Fædd í Reykjavík 1920 og lést 1975. Hún lærði til kennara og kenndi um hríð við Laugarnesskóla í Reykjavík en frá 1961 við Hlíðaskóla til dauðadags. Aðalkennslugreinar hennar voru teikning og föndur, auk þess sem hún kenndi leikræna tjáningu. Á því sviði samdi hún nokkur brúðuleikrit sem jafnan voru sett upp í skólanum. Skrifaði hún bæði handrit, gerði brúður, búninga og leiktjöld. Einhver þeirra voru sýnd í barnatíma sjónvarpsins.

Tvær bækur sendi hún frá sér a.m.k. en aðeins aðra þeirra er að finna í Gegni, Tröllið og svarta kisa. Árið 2006 var gert  verkefnahefti eftir bókinni. Hin er tilgreind í æviágripi í Kennaratali, Hvað heitir dúkkan mín? Og á eina til viðbótar, Ása sjö ára, er minnst í minningargrein um Margréti eftir Ármann Kr. Einarsson.

Fátt er nú til minningar um feril þessarar konu og flest sem hún skrifaði er týnt. En nú fær Margrét sess í skáldatalinu.

 

Tengt efni