Margrét Jónsdóttir Björnsson
Margrét Pálína Lilja Jónsdóttir var hennar rétta nafn og fæddist hún í Reykjavík 1. ágúst 1920.
Margrét lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg og kenaraprófi þremur árum síðar. Hún kenndi í þrjú ár við Laugarnesskóla í Reykjavík en frá 1961 við Hlíðaskóla til dauðadags. Aðalkennslugreinar hennar voru teikning og föndur, auk þess sem hún kenndi leikræna tjáningu. Á því sviði samdi hún nokkur brúðuleikrit sem jafnan voru sett upp í skólanum. Skrifaði hún bæði handrit, gerði brúður, búninga og leiktjöld. Einhver þeirra voru sýnd í barnatíma sjónvarpsins. Var hún meðal stofnenda og fyrsti formaður Félags kennara um leikræna tjáningu.
Tvær bækur sendi hún frá sér a.m.k. en aðeins aðra þeirra er að finna í Gegni, Tröllið og svarta kisa (mynd á minjasafni Auturlands) og fylgir henni verkefnahefti. Hin er tilgreind í æviágripi í Kennaratali, Hvað heitir dúkkan mín? Og á eina til viðbótar, Ása sjö ára, er minnst í minningargrein um Margréti eftir Ármann Kr. Einarsson en tvær síðastnefndu bækurnar er hvergi að finna.
Margrét lést 7. mars 1975.
Ritaskrá
- 1964 Tröllið og svarta kisa (endurútg. 1971 og 2002)
- 1960 Hvað heitir dúkkan mín?