SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir 2. nóvember 2023

BLÓÐMJÓLK OG SVARTFUGL

Handhafi glæpasagnaverðlaunanna Svartfuglinn í ár er Ragnheiður Jónsdóttir fyrir bók sína Blóðmjólk! Samkeppnin um Svartfuglinn er ætluð höfundum sem hafa ekki áður sent frá sér glæpasögu. Höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu til verðlaunanna í samvinnu við Veröld og skipa dómnefndina ásamt Bjarna Þorsteinssyni, útgáfustjóra Veraldar. Áður hafa Eva Björg Ægisdóttir og Katrín Júlíusdóttir hreppt Svartfuglinn.

Ragnheiður er fædd 1989, stundaði list­nám í Gauta­borg, hóf síðan nám í ís­lensku við Há­skóla ís­lands og lauk meist­ara­prófi þaðan. Hefur unnið m.a. í Árnastofnun og hefur áhuga á myndlistarsköpun.

Til hamingju Ragnheiður!

Ragnheiður kom í viðtal á rás 2 í morgun. Hún býr í Virginiu í Bandaríkjunum og skrifaði bókina þar. Dómnefndin notar nýja skilgreiningu á bókinni. „Með Blóðmjólk kveður sér hljóðs afar athyglisverður rithöfundur sem eykur enn á fjölbreytnina í íslenskri glæpasagnaflóru með sannkölluðum skvísukrimma.”

Í Blóðmjólk sogast lesandinn inn í vinkvennahóp sem verður fyrir miklu áfalli þegar ein þeirra deyr með hræðilegum hætti. Sjónarhornið flakkar á milli kvennanna þannig að lesandinn kynnist persónunum frá ýmsum hliðum. Hvað gerðist eiginlega? Og ef það var framinn glæpur, hver er hinn seki? segir í kynningu á bókinni.
Hér er á ferð nýr og áhugaverður höfundur. Ragnheiður er strax komin með hugmyndir að næstu bók.
Smelltu á mynidina til að finna viðtalið við Ragnheiði:
Mynd af vef rúv

Tengt efni