Katrín Júlíusdóttir
Katrín Júlíusdóttir er fædd í Reykjavík 23. nóvember 1974. Hún er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra en hún sat á þingi frá 2003-2016 fyrir Samfylkinguna. Í dag starfar Katrín sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Árið 2020 hlaut Katrín spennusagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir skáldsöguna Sykur sem er hennar fyrsta bók. Í ummælum dómnefndar kom meðal annars fram að í sögunni sé dregin upp mynd af „sérlega trúverðugum persónum sem standa andspænis skelfilegum glæpum“. Þá var Katrínu hælt fyrir vel unna fléttu og færni í að segja átakanlega fjölskyldusögu en dómnefndin taldi bókina „grípandi strax frá fyrstu síðu og allt til óvæntra endalokanna“. Fyrri reynsla Katrínar hefur eflaust nýst henni við skrifin því í sögunni er að finna góða innsýn í baksvið íslenskrar stjórnsýslu.
Mynd: Alþingi.is
Ritaskrá
- 2020 Sykur
Verðlaun og viðurkenningar
- 2020 Svartfuglinn: Sykur