![](https://skald.is/rails/active_storage/representations/eyJfcmFpbHMiOnsibWVzc2FnZSI6IkJBaHBBandOIiwiZXhwIjpudWxsLCJwdXIiOiJibG9iX2lkIn19--358757bf816ab51a00d7604dc5965e4528ef31ff/eyJfcmFpbHMiOnsibWVzc2FnZSI6IkJBaDdDem9VYzJGdGNHeHBibWRmWm1GamRHOXlTU0lLTkRveU9qQUdPZ1pGVkRvTWNYVmhiR2wwZVdsYU9ncHpkSEpwY0ZRNkRtbHVkR1Z5YkdGalpVa2lDVXBRUlVjR093WlVPZzlqYjJ4dmNuTndZV05sU1NJSmMxSkhRZ1k3QmxRNkRHTnZiblpsY25RdyIsImV4cCI6bnVsbCwicHVyIjoidmFyaWF0aW9uIn19--025048454440a4ffbe1bfbd2ffec4bffda87ad8b/0ca21c_44aea94fa9514d128172f5e028072c5e~mv2.jpg)
Katrín Júlíusdóttir
Katrín Júlíusdóttir er fædd í Reykjavík 23. nóvember 1974. Hún er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra en hún sat á þingi frá 2003-2016 fyrir Samfylkinguna. Í dag starfar Katrín sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Árið 2020 hlaut Katrín spennusagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir skáldsöguna Sykur sem er hennar fyrsta bók. Í ummælum dómnefndar kom meðal annars fram að í sögunni sé dregin upp mynd af „sérlega trúverðugum persónum sem standa andspænis skelfilegum glæpum“. Þá var Katrínu hælt fyrir vel unna fléttu og færni í að segja átakanlega fjölskyldusögu en dómnefndin taldi bókina „grípandi strax frá fyrstu síðu og allt til óvæntra endalokanna“. Fyrri reynsla Katrínar hefur eflaust nýst henni við skrifin því í sögunni er að finna góða innsýn í baksvið íslenskrar stjórnsýslu.
Katrín bý í Garðabæ með eiginmanni sínum og sonum.
Mynd: Alþingi.is
Ritaskrá
- 2020 Sykur
Verðlaun og viðurkenningar
- 2020 Svartfuglinn: Sykur
Þýðingar
- 2024 Dead Sweet (Quentin Gates þýddi á ensku)