SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir21. nóvember 2023

FRUMBIRTING LJÓÐS - eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur

Í dag frumbirtir Skáld.is magnað ljóð eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur en hún er afar fjölhæf listakona sem hefur samið ótal verk, bæði ljóð og skáldsögur, leikið, leikstýrt og látið að sér kveða á pólitískum vettvangi. Ljóðið hennar, sem hér birtist, er einmitt mjög pólitískt og orðar það sem mörg okkar hugsa, a.m.k. sú sem hér hamrar á lyklaborðið:
 
 
Það má skjóta langreyði
en ekki steypireyði
 
það má éta svín
en ekki hund
 
það má sprengja brún börn
en ekki bleik börn
 
það má selja vopn
kaupa vopn
eiga vopn
eiga sprengju
eiga kjarnorkusprengju
fara í stríð
heyja stríð
græða á stríði,
 
sprengja, sprengja
sprengja og drepa
 
en ekki flýja stríð
en ekki flýja sprengjur
ekki án pappíra
nei, það er ólöglegt.