SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir27. nóvember 2023

HVER VAR HVANNBERG?

Sífellt skjóta upp kolli gleymdar skáldkonur. Ein þeirra er Sólveig Jóhannesdóttir Hvannberg (1898-1977). Hún gaf út á eigin kostnað eina bók árið 1938, Kvæði.

Fátt er vitað um Sólveigu og það litla sem hægt er að reyta saman má nú lesa í skáldatalinu. Sólveig var ógift og barnlaus, tók að sér ýmis kennslu- og skrifstofustörf og lést á dvalarheimilinu Grund árið 1977. Bræður hennar ráku Hvannbergsbræður, stórverslun í Reykjavík á sínum tíma. 

Frekari upplýsingar vel þegnar ásamt mynd!

 

 

Tengt efni