Sólveig Jóhannesdóttir Hvannberg
Sólveig Jóhannesdóttir Hvannberg var fædd 20. ágúst 1899 í Eyvakoti, Eyrarbakka. Hún lést 20. febrúar árið 1977.
Sólveig gaf út ljóð sín sjálf, Kvæði 1938.
Um prentun sá Prentsmiðja Jóns Helgasonar. Bókin er í litlu broti, tæpar 100 síður Um höfund og verk segir á vefnum Tófan.is: Ljóðin eru knöpp og vel gerð og hún var góður hagyrðingur. Sólveig yrkir nokkuð um forna kappa, ljóð sem gaman er að lesa.
Ekki er margt vitað um æviferil Sólveigar og ekki hefur fundist mynd af henni. Vitað er að hún var skyld Helga Sæmundssyni skáldi og komin af Salgerði Einarsdóttur, systur Þuríðar formanns.
Í dagblaðinu Vísi frá 1925 auglýsir hún að hún taki að sér kennslu á Týsgötu 6. Í sama blaði 1962 er auglýsing um að hún kenni börnum og fullorðnum skrift í einkatímum, þá er hún búsett á Eiríksgötu 15. Sama ár auglýsir hún að hún taki að sér skattframtöl fyrir einstaklinga og verslanir. Í bæjarskrá Reykjavíkur er hún skráð til heimilis á Rauðararstíg 9 árið 1934. Í Árbók Landsbókasafnsins er hún titluð verslunarkona árið 1962.
Eftir langa leit tókst að finna eina minningargrein um Sólveigu, í Íslendingaþáttum Tímams, 5. tbl. 1977. Greinin varpar nokkru ljósi á líf hennar á efri árum en hvergi er minnst á skáldskapinn.
Það var átakanlega fámennt f Fossvogskirkju viö útför Sólveigar, er þar fór fram þriðjudaginn 1. marz. Vart munu minningagreinar um hana taka mikiö rúm í blöðum. Kynni okkar hófust á þeim tveim árum sem ég var þjónustustúlka á Grund. Var Sólveig þá meðal þeirra vistmanna þar sem ég annaðist að einhverju leyti. Í safni minninganna um margt gott vistfólk þar er mér hvaö kærust minningin um þessa konu. Var þaö máske meðal annars vegna þess, hversu fáa hún átti sér nákomna. Hún var alla tíð ógift og barnlaus. Virtist yfirleitt eiga fátt náinna skyldmenna. Það var því svo, að þegar hún ei lengur haföi fótavist, en ég farin frá starfi á Grund, þá var mér ljúft aö koma i heimsókn til hennar, sem helzt hefði þó átt oftar aö vera, þvi ég taldi þaö henni fremur til ánægju, sem það var mér engu siöur. Og sérstaklega vil ég þakka þá innri gleöi sem það veitti mér, aö geta, eftir ósk hennar, heimsótt hana skömmu fyrir andlátið.
Sólveig var komin frá Stokkseyri. Fædd þar tveim árum fyrir aldamótin. Auövitaö ekki á sérstakri fæöingadeild eins og fjöldi barna nú. En svo varö þaö hennar síðustu jarðvistarár aö hún veröur vistföst á einu stærsta og fjölmennasta heimili landsins. Ég vil segja fjölmennri fæðingadeild, því þaöan verða svo vistaskiptin sem allra bíða og engin ætti fyrir aö kvíða. Þegar við dauöa holdsins, sálin leysist úr fjötrum jarðlífsins, er sem hver og inn fæðist til eilífs lífs. Ég kveð svo kæra vinkonu mina og bið alföður veita henni alla blessun í þeim eilifðar heimkynnum.
Sigurrós Kristjánsdóttir
Ritaskrá
- 1938 Kvæði