SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir28. nóvember 2023

ÚR HELGU DÖGUM

Helga Kristín Einarsdóttir var einn af frumbyggjum Kópavogs. Hún starfaði sem kennari og bókasafnsvörður og var einnig skáld og þýðandi. Hún veiktist af alzheimer og lést 2014. Æviferill hennar og ritverk eru rakin á skáldatallinu i dag.

Eftirfarandi er niðurlag ljóðs eftir Helgu sem heitir „Kveðja til Gests Guðfinnssonar“ og birtist í kveri hennar Helgu dagar sem út kom árið 1995. 

 

 

 

 

...

Langt er síðan við fundumst síðast

en gott var

að sitja með þér

undir því fjalli

 

Ef ég hitti þig einhvern tíma

tínum við bláber

teljum blómin á þúfunum

 

og að kvöldi

sjáum við rauð ljós kvikna í heiðinni

hinum megin

 

 

 

 

Tengt efni