SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir 3. desember 2023

ÉG STELST TIL AÐ SKRIFA

Í dag bætist í skáldatalið alþýðuskáldkona, Margrét Guðmundsdóttir, sem átti 8 börn og annasamt heimili. Hún var hagyrt og sendi frá sér eina ljóðabók um ævina, Bergmál, en það bókarheiti ákvað Margrét strax þegar hún var unglingur ef hún gæfi einhvern tíma út bók með ljóðum sínum, segir í útgáfufrétt. Í bókinni, sem er 103 blaðsíður og er bundin í mjög fallegt band, eru 64 ljóð og stökur frá ýmsum tímum. Margrét notaði skáldanafnið Björk.

Titilljóðið segir meira en mörg orð.

 

BERGMÁL

Eg gladdi mig tíðum
við bergmál sem barn,
það barst mér
frá klettóttum hlíðum,
það gleðja mun œtíð
um œvinnar hjarn
méð ómunum
töfrandi blíðum.

Minning þess tendrað
fer bros mér um brá,
ég batt við það tryggðir -
í leynum.
Og tónar þess benda
mér undraland á,
því ást ber ég til þess -
í meinum.


Eg oftast verð mát
ef við tímann á tafl,
en tap mitt
ég reyni að dylja.
Eg stelst til að skrifa,
því ómanna afl
hefir unnið minn huga og vilja.


En það, sem ég skrifa
er fánýtt og fátt,
það felst ekki gull
í þessum línum
og ber ekki með sér
neinn byltandi mátt,
aðeins bergmál
af hugsunum mínum. 

 

 

 

 

Tengt efni