SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir 4. janúar 2024

TAROTSPIL KRISTÍNAR RÖGNU

 

Myndlistarkonan og rithöfundurinn Kristín Ragna Gunnarsdóttir hefur gefið út ný tarotspil með frábærum teikningum. 

Kristín hefur getið sér gott orð sem höfundur barna- og ungmennabóka, nú síðast fyrir þríleikinn Nornasaga (2018-2021). Þá þekkja eflaust allir Njálurefilinn sem Kristín teiknaði og var saumaður af ótal höndum. Þá hefur hún myndskreytt fjölda bóka, sínar eigin og annarra.

Kristín Ragna hefur í tvígang hlotið Íslensku myndskreytiverðlaunin sem kennd eru við Dimmalimm, enda eru myndir hennar með eindæmum skemmtilegar.

 

 

Það verður gaman að spá í spilin með teikningum Kristínar Rögnu og í því sambandi er vert að geta þess að nýkomin er út á íslensku bókin Lesið í tarot eftir Alison Davis í þýðingu Hafsteins Thorarensen og í kynningu á bókinni segir:

 

Hvert tarot-spil hefur sögu að segja og er þrungið táknrænni merkingu. Í þessari fallegu bók, sem hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum, glæðir sérfræðingurinn Alison Davies söguna að baki hverju spili lífi.

Fylgdu Fíflinu á ferðum sínum um Major Arcana þar sem það fetar sig áfram á lífsins vegi og hittir fyrir lykilpersónur á borð við Einsetumanninn, Dauðann og Æðstuprestynjuna. Lærðu sögurnar að baki sortanna fjögurra í Minor Arcana. Uppgötvaðu hvernig systur þrjár risu til valda í sort myntanna og hvernig hugmynd sem breytti heiminum fæddist í sort vandanna.

Sögurnar í bókinni og þemu hvers spils nýtast þér til að fræðast um leyndardóma tarot og dýpka skilning þinn svo að þú getir tileinkað þér spekina sem spilin búa yfir.

 

 

 

Tengt efni