HILDUR HLAUT RIDDARAKROSS
Skáld.is óskar Hildi Hákonardóttur til hamingju með riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu sem hún fékk nýlega fyrir framlag sitt til myndlistar og störf í þágu kvennabaráttu.
Hildur er jafnframt rithöfundur og hefur sent frá sér eftirtaldar bækur:
2023 Rauður þráður
2021 Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú? II
2019 Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú? I
2008 Blálandsdrottningin og fólkið sem ræktaði kartöflurnar
2005 Ætigarðurinn
2005 Já, ég þori, get og vil
Að auki hefur hún þýtt Walden, Lífið í skóginum, eftir H. Thoreau ásamt Elísabetu Gunnarsdóttur og hlutu þær íslensku þýðingarverðlaunin 2017 fyrir vikið.
Hildur hlaut einnig heiðurslaun listamanna í byrjun árs 2023. Þau eru veitt fyrir ævistarf og njóta listamennirnir þeirra til æviloka.
Til hamingju!