SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir 6. janúar 2024

HILDUR HLAUT RIDDARAKROSS

Skáld.is óskar Hildi Hákonardóttur til hamingju með riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu sem hún fékk nýlega fyrir framlag sitt til myndlistar og störf í þágu kvennabaráttu.

Hildur er jafnframt rithöfundur og hefur sent frá sér eftirtaldar bækur:

2023  Rauður þráður

2021  Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú? II

2019  Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú? I

2008  Blálandsdrottningin og fólkið sem ræktaði kartöflurnar

2005  Ætigarðurinn

2005  Já, ég þori, get og vil 

Að auki hefur hún þýtt Walden, Lífið í skóginum, eftir H. Thoreau ásamt Elísabetu Gunnarsdóttur og hlutu þær íslensku þýðingarverðlaunin 2017 fyrir vikið. 

Hildur hlaut einnig heiðurslaun listamanna í byrjun árs 2023. Þau eru veitt fyrir ævistarf og njóta listamennirnir þeirra til æviloka.

Til hamingju!

 

Tengt efni