SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir30. janúar 2024

HLJÓMSVEITIN INGIBJARGIR

Ljósm: rúv

Hafið þið heyrt um hljómsveitina Ingibjargir? Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir hafa samið tónlist við ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur um nokkurra ára skeið. Þær héldu tónleika 2019 og í október 2023 kom út platan Konan í speglinum á Spotify.

Ingibjörg Ýr og Ingibjörg Fríða kynntust í tónlistarnámi í Listaháskóla Íslands og fóru fljótlega að gera tilraunir með tónlist við ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur. Þær segjast báðar tengjast textunum mjög persónulegum böndum. 

„Ég myndi segja að þetta væri frekar nýtt en byggt á einhverju gömlu. Þannig ég held að við séum svolítið að færa þjóðlagaarf, klassíska sönglagahefð og nútímatilraunatónlist saman í einhvern bræðing. Margt af þessu hefur þjóðlega tengingu, tvísöngur, langspil og þjóðleg stef en svo kemur eitthvað algjörlega nýtt inn í hljóðheiminn,“ segir Ingibjörg Fríða í viðtali á rúv 2019.

 

 

 

Tengt efni