SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir12. febrúar 2024

EMILY DICKINSON

Í gær lásum við á Skáld.is ljóð eftir bandaríska ljóðskáldið Anne Sexton sem sagði að ljóð ættu að skekja skilningarvitin. Þau orð hennar minntu á svipaða skoðun löndu hennar Emily Dickinson sem sagði (í þýðingu Magnúsar Sigurðssonar):

 

Lesi ég bók og um mig læsist slíkur hrollur að enginn eldur fær yljað mér,
veit ég að það er ljóðlist.
Líði mér eins og efsti hluti höfuðsins hafi verið tekinn af,
veit ég að það er ljóðlist.
Ég kann ekki að dæma eftir öðrum leiðum.
Eru aðrar leiðir til?

 

 

Í dag birtum við grein um bókina Berhöfða líf sem hefur að geyma úrval ljóða Emily Dickinson í íslenskum þýðingum Magnúsar Sigurðssonar. Bókin kom út hjá Dimmu 2020, var tilnefnd til Íslensku þýðingarverðlaunanna og ætti að vera í bókaskáp allra ljóðaunnenda.

 

Tengt efni