SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir28. febrúar 2024

Í SKÖPUNINNI FELST VONIN. VIÐTAL VIÐ VIGDÍSI GRÍMS

Sl. haust sendi Vigdís Grímsdóttir frá sér magnaða og heillandi skáldsögu sem ber heitið Ævintýrið og segir frá óvæntri vináttu Drengs og Fisks og samfélaginu sem þeir lifa og hrærast í. Sagan er einstaklega fallega skrifuð en með hjálp ævintýrsins fjallar Vigdís á áhrifaríkan hátt um málefni sem koma okkur öllum við: misskiptingu valds og auðs, fátækt og kúgun.

Ævintýrið er fyrsta skáldsagan sem Vigdís sendir frá sér í um áratug og á dögunum var verkið tilnefnt til Fjöruverðlaunanna.

Guðrún Steinþórsdóttir mælti sér mót við Vigdísi og ræddi við hana um Ævintýrið og skáldkisur sem hún hefur málað af kappi síðustu ár. Skáld.is mælir með að lesa þetta skemmtilega viðtal þar sem m.a.kemur fram að Vigdís trúir að í sköpuninni felst vonin.:

Þú sagðir um daginn í viðtali við Jakob Bjarnar að þú værir fallin og dottin í skáldskaparskrifin, merkir það að við eigum von á fleiri verkum frá þér í bráð?

Það kom út eins og ég væri algjörlega dottin í það og búin á því en það er nú ekki. En já allavega mun ég halda áfram að skrifa, mig langar það. Ég hef sagt við sjálfa mig að hætta en ég get það ekki. Og þegar það verður að ég get það ekki veistu hvað ég ætla þá að gera? Ég ætla að leggjast undir tré og þá deyr vonin því í sköpuninni felst vonin og við megum aldrei tapa henni.

 

Tengt efni