LÍFSSÝN HREFNU TYNES
Hrefna Samúelsdóttir Tynes er ljóðskáld dagsins. Hún var fædd 30. mars árið 1912, dóttir Amalíu Rögnvaldsdóttur frá Uppsölum í Seyðisfirði við Ísafjarðardjúp og Samúels Jóns Samúelssonar frá Álftafirði vestra.
Hrefna var mikill skáti og hún stofnaði skátafélög bæði hér heima sem og í Noregi. Hún giftist Sverre H. Tynes norskum manni sem hafði sest að á Siglufirði. Þau bjuggu svo um 7 ára skeið í Noregi. Hrefna var sæmd æðstu heiðurmerkjum skátahreyfingarinnar og þá var hún sæmd af forseta Íslands hina íslensku Fálkaorðu.
Hrefna orti mikið og samdi sögur til barna í skátahreyfingunni. Oftar samdi hún texta við þekkt lög. Þá samdi hún bæði vers og bænaljóð t.d. Skátabæn við lagið ,,Ó, þá náð að eiga Jesúm" ,,Guð minn, látu gæsku þína/glæða kærleik minn og trú/Lát mig, alla ævi mína/í öllu breyta´ er vildir þú./Gef ég verði sannur skáti,/sólskinsbarnið þitt á jörð,/svo að lokum þú mig látir/ljóma skært í þinni hjörð" og borðvers ,,Þú Guð, sem fæðir fugla smá,/fyrir oss munt einnig sjá/ Fyrir líf og heilsu´ og daglegt brauð/við þökkum þér ó, Guð".
Ljóðabókin Tendraðu ljós kom út árið 1992 fyrir tilstilli Bandalagi íslenskra skáta en það var gert í tilefni 80 ára afmælis Hrefnu og sem þakklætisvott fyrir hennar framlag til skátahreyfingarinnar. Þar segir m.a. í formála bókarinnar sem Ingibjörg Þorvaldsdóttir ritar: ,,Að eignast á unga aldri hugsjón og trú er dýrmætt, en það er fáum gefið að lifa eftir og berjast fyrir hugsjón sinni æfilangt". Eftir þessari sýn hefur Hrefnu svo sannarlega tekist að lifa.
Það er falleg sýn og hugsjón að lifa eftir og þess vegna ber okkur skylda til að minnast svo góðra verka sem Hrefna veitti til skátahreyfingarinnar. Lífsýn sem inniheldur góð gildi og fallega sýn á lífið svo við tölum líka um íslenskt mál og alltaf er þörf á að að minnast á fyrir fegurð.