SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ritstjórn17. mars 2024

FLÉTTUR VI: LOFTSLAGSVÁ OG JAFNRÉTTI

Nýverið kom út sjötta ritið í bókaflokknum FLÉTTUR sem gefið er út af RIKK - Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands. Í Fléttum eru birtar fræðigreinar sem varða kynjafræði og jafnréttismál frá mismunandi sjónarhornum ýmissa fræða, svo sem samfélagsfræða, heimspeki og bókmenntafræða. Ritstjórar þessa heftis eru Elín Björk Jóhannsdóttir, Auður Aðalsteinsdóttir og Hafdís Hanna Ægisdóttir.

 

Í FLÉTTUM VI eru níu fræðigreinar og þar af fjalla þrjár um bókmenntir:

Auður Aðalsteinsdóttir skrifar greinina Ástkonur eyjar og blek. Vistfemínismi í verkum Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur og Tove Jansson, Soffía Auður Birgisdóttir skrifar grein með yfirskriftinni Ef ég kynni að gala galdur: Dimmumót Steinunnar Sigurðardóttur sem heimslitakvæði og grein Katarinu Leppänen heitir Siðmenning, feðraveldi og rányrkja á náttúrunni. Vistfemínismi í verkum Elinar Wägner.

 

Í þessu hefti eru einnig greinar eftir Ole Martin Sandberg: Loftslagskrísan og "rökvísi karllægrar verndar"; Unni Birnu Karlsdóttur: Hún helgaði jöklunum líf sitt. Íslandsleiðangrar Emmyar Mercedes Todtmann; Hólmfríði Garðarsdóttur: Eftirlendur, arðrán og umhverfi. Stigveldi baráttunnar gegn loftslagsbreytingum í Rómönsku-Ameríku; Angelu Rawling: Að landa. Landaviðurkenningar í sýningarstjórnun og í norrænu samhengi; Sóllilju Bjarnadóttur og Sigrúni Ólafsdóttur: Höfum við öll áhyggjur af loftslagsbreytingum? Greinin á loftslagsáhyggjum Íslendinga út frá kyni og Margréti Gunnarsdóttur: Biskupsekkjan Margrét og ógnir Skaftárelda. Mannlíf í svartnætti móðuharðinda á árunum 1783-1785.

 

Í kynningu Háskólaútgáfunnar og RIKK segir:

 

Sjötta bókin í ritröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum er þverfaglegt greinasafn um loftslagsvá út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Í bókinni eru margþætt tengsl loftslagsbreytinga, kynjajafnréttis og samfélagslegs réttlætis tekin til greiningar og þannig stuðlað að víðtækari skilningi á þessu stærsta viðfangsefni samtímans.

Tengt efni