SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir17. apríl 2024

TÓLF LYKLAR - Bók fyrir fólk af erlendum uppruna

Á föstudaginn, 19. apríl, verður Kristín Guðmundsdóttir höfundur bókarinnar Tólf lyklar,  með bókakynningu á Amtsbókasafninu á Akureyri klukkan 15:30. Bókin er fyrir fólk af erlendum uppruna sem er búið með grunninn í íslensku.

Bókin Tólf lyklar er léttlestrarbók með 12 stuttum sögum. Bókin er hugsuð fyrir fólk sem eru með íslensku sem annað mál og er búið með grunninn í tungumálinu. Leitast var við að hafa efni bókarinnar sem fjölbreyttast. 

Þetta er fimmta bók Kristínar fyrir fólk af erlendum uppruna. Þær bækur sem hún hefur gefið út eru ásamt Tólf lyklum, Óvænt ferðalag, Leiðin að nýjum heimi, Birtir af degi og Nýjar slóðir

Nálgast með viðburðinn á Facebook hér.