SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir23. apríl 2024

DAGUR BÓKARINNAR OG HEIMSFRÆGÐ YRSU

Í dag er alþjóðlegur dagur bókarinnar. Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) átti frumkvæðið að því að gera þennan dag að alþjóðadegi bóka. Markmiðið er að hvetja fólk og þá einkum ungt fólk til að lesa meira og kynna sér verk þeirra fjölmörgu höfunda sem hafa auðgað líf mannkyns um aldir. 

Heimsfrægasti íslenski rithöfundur síðustu aldar, Halldór Laxness, fæddist á þessum degi árið 1902.  Á vef rúv í dag kemur fram að tilnefningar til Gullrýtingsins (CWA Dagger) í Bretlandi voru kynntar í dag en það eru virtustu glæpasagnaverðlaun þar í landi sem the Crime Writers‘ Association stendur að. Tilnefnd í flokki þýddra glæpasagna eru Yrsa Sigurðardóttir og Arnaldur Indriðason,  sjá hér. Yrsa er tilnefnd fyrir Bráðina í þýðingu Victoriu Cribb en sú bók hlaut Blóðdropann sem besta íslenska glæpasagan árið 2020. Höfundaréttur að bókinni hefur verið seldur til 15 landa.

Verðlaun og tilnefningar Yrsu erlendis:

Awards

Longlisted for CWA Dagger Award 2024 for the Prey

Shortlisted for Storytel Awards Iceland – Gættu þinna handa Forget Me Not

2024

2024

The Blood Drop (Best Crime Fiction) Iceland – Bráðin The Prey 2021
Shortlisted for the Petrona Award (Best Scandinavian Crime Novel of the Year) UK – Aflausn The Absolution 2020
Longlisted for the International Dublin Literary Award Ireland – Lygi Why Did You Lie 2018
Shortlisted for LovelyBooks’ Der Leserpreis (Best Crime & Thriller of 2017) Germany – Sogid The Reckoning 2017
Shortlisted for the Petrona Award (Best Scandinavian Crime Novel of the Year) UK – Lygi Why Did You Lie 2017
Shortlisted for The Blood Drop (Best Icelandic Crime Novel of the Year) Iceland – Aflausn The Absolution 2017
Shortlisted for LovelyBooks’ Der Leserpreis (Best Crime & Thriller of 2016) Germany – DNA The Legacy 2016
Shortlisted for the Mörda Award (Captivating Crime in Translation) UK – Kuldi The Undesired 2016
Shortlisted for The Blood Drop (Best Icelandic Crime Novel of the Year) Iceland – Sogid The Reckoning 2016
The Danish Academy of Crime Writers’ Award (Best Crime Novel of the Year) Denmark – DNA The Legacy 2016
The Blood Drop (Best Icelandic Crime Novel of the Year) Iceland – DNA The Legacy 2015
The Petrona Award (Best Scandinavian Crime Novel of the Year) UK – Brakid The Silence of the Sea 2015
Shortlisted for the Petrona Award (Best Scandinavian Crime Novel of the Year) UK – Horfdu a mig Someone to Watch over Me 2014
Shortlisted for the Glass Key The Nordic Countries – DNA The Legacy 2014
Shortlisted for the Glass Key The Nordic Countries – Eg man thig I Remember You 2011
The Blood Drop (Best Icelandic Crime Novel of the Year) Iceland – Eg man thig I Remember You 2010
Shortlisted for the Shamus Award US – Ser grefur gröf My Soul to Take 2010

Heimild: Salomonssonagency.se

Ljósm. Lilja Birgisdóttir

Tengt efni