SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir 1. maí 2024

TVENNIR TÍMAR BARÁTTULJÓÐ BJARGAR

Það er með nokkurru ánægju að í dag á degi verkalýðsins bætum við í skáldatalið okkar skáldkonuna og einn af stofnendum Verkakvennafélagsins Vonar á Húsavík hana Björgu Pétursdóttur f. 1875.

Björg barðist fyrir réttindum verkakvenna og hvatti þær til þess að stofna sín eigin baráttusamtök. Á Íslandi voru þá aðeins fjögur verkakvennafélög og þörfin var brýn. Konur tóku æ meiri þátt í atvinnulífinu og var henni umhugað um velferð þeirra. Virðing var frekar lítil á störfum kvenna og aðbúnaður þeirra oft ábótavant. Hún var einn af stofnendum Vonar árið 1918 og kosin formaður þess sem hún gengdi í nokkur ár. 

Björg orti þetta fallega ljóð

Tvennir tímar
 
Hver einasti maður á innstu þrá
en óskir hennar ei fylling ná,
það villir svo margt um veginn.
Að morgni er hugur manns svo stór,
þá merlað er gulli land og sjór
og trúin á mátt sinn og megin.
 
Bernsku vonin er hásýn og heið
og hvervetna sér hún opna leið
að óskalands iðgrænu ströndum.
Þar eygir hún gull og grænan hlyn,
í glöðu brosi sinn einkavin
og tekur þvi tveimur höndum.
 
Svo lýður æskan með léttum straum
og lífið tekur sem fagran draum
og hyggur ei hættu á vegi.
Tíminn er nægur að marka sér mið,
hún má ekki stansa eða tefja sig við,
hún ætlar það ókomnum degi.
 
En næsta dag sjást ei skýjaskil,
það skelfir á veginn um hádegisbil
og fegurstu vonirnar fennir.
Vinirnir hverfa í vanbyrgðan hyl,
vegirnir týnast í örvænisbyl,
lífs eru tímarnir tvennir.
 
Hver sá er villtist um firnindi og fjöll,
finnur æskunnar draumahöll
í minninga morgun heiði.
Og vegirnir liggja um loðu sund
að landinu horfna með gull í mund
fáir, sem að götuna greiði.
 
Dæmið varlega um villta menn,
þeir villast og hrasa, hvortveggja í senn,
þó vilji til vegar segi.
Það kynda svo fáir þann arineld,
sem yljar og lýsir um morgun og kveld,
þeim – sem villast af vegi.
 
Hér má lesa sér til um Björgu Pétursdóttur

Tengt efni