SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Björg Pétursdóttir

Björg Pétursdóttir fæddist 17. desember árið 1875 á Birningsstöðum í Laxárdal. Foreldrar hennar voru Pétur Kristjánsson frá Stóru-Reykjum Reykjahreppi f. 2. mars 1849 d. 7. maí 1937 og Friðbjörg Þorsteinsdóttur frá Hafralækjargerði í Nessókn f. 3. mars 1851 og látin 1919. Systkini Bjargar voru átta og var hún næstelst. Hún fluttist ung með foreldrum sínum að Ísólfsstöðum á Tjörnesi. 

Björg giftist 24. ára gömul Þórði Markússyni f. 19. maí 1879 frá Lönguhlíð í Kræklingahlíð við Eyjafjörð. Þau bjuggu lengst af á Húsavík og eignuðust þau saman átta börn. Björg átti eitt barn fyrir. 

Ekki hlaut hún mikla menntun eins og títt var hér áður fyrr. Fáir skólar starfræktir og aðeins fyrir þá efnameiri. Björg var vel menntuð á því var enginn vafi. Þess bera ljóðin hennar til dæmis vitni.

Björg var ein af stofnendum Verkakvennafélagsins Vonar í Þingeyjarsýslu og gengdi þar formennsku til nokkurra ára. En ljóðin hennar sem hún var kunn fyrir og heilla hvern þann sem les, litu ekki dagsins ljós í ljóðabók fyrr en löngu eftir hennar daga. Bókin „Tvennir tímar“ var gefin út af Stéttarfélagi Framsýnar sem hélt upp á 100 ára sögu og stofnun félagsins árið 2018.

Björg andaðist 26. nóvember árið 1953.


Ritaskrá

2018 Tvennir tímar

Tengt efni