SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir15. maí 2024

ÚTGÁFUHÓF OG NÝ SKÁLDKONA

Næstkomandi fimmtudag verður blásið til útgáfufagnaðar í Bókabúð Forlagsins, Fiskislóð 39. Tilefnið er skáldsagan Eyja og er það fyrsta skáldsaga Ragnhildar Þrastardóttur en hún hefur áður sent frá sér smásögu. Ragnhildur hefur nú bæst við sístækkandi skáldatalið okkar og er þar hægt að kynnast henni aðeins betur.

 Útgáfuhófið hefst kl. 16:30 og eru öll velkomin.

Um Eyju:

Þegar fyrrverandi stjúpmóðir Eyju hefur samband bregst hún ókvæða við; af hverju vill hún að þær hittist öllum þessum árum síðar, hvað er ósagt? Hittingurinn vekur upp minningar, ekki síst um atburðinn sem gerði Eyju að þeirri manneskju sem hún er í dag.

Eyja er saga um flókin fjölskyldutengsl, brengluð samskipti og sár sem ekki gróa.

Brot úr Eyju: „Ég næ að ýta minningunum út úr efsta hluta höfuðsins, niður í gagnaugað, jafnvel alveg niður að kjálka. En þar sitja þær sem fastast og ég finn brennandi tilfinningu í hægri vanganum. Hugsanirnar eru ekki gegnsæ ský. Þær eru logandi bál.“