SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ragnhildur Þrastardóttir

Ragnhildur Þrastardóttir er fædd á Landspítala árið 1996 og ólst upp bæði á Egilsstöðum og í Reykjavík. Hún lauk BA gráðu í bókmenntafræði og ritlist árið 2019 frá Háskóla Íslands. Vorið 2023 útskrifaðist hún með meistaragráðu í blaðamennsku frá Columbia háskóla í New York.

Ragnhildur hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2018, fyrst hjá Morgunblaðinu og síðar hjá Heimildinni. Hún hefur jafnframt sinnt verktöku fyrir bandaríska viðskiptatímaritið Forbes. Forlagið gaf út hennar fyrstu skáldsögu árið 2024, bókina Eyju sem fjallar um flókin fjölskyldutengsl, brengluð samskipti og sár sem ekki gróa.

Ári fyrir útgáfu Eyju birtist sannsögulega smásagan „The Daughter Who Lived“, eða „Dóttirin sem lifði“, eftir Ragnhildi í tímariti Columbia háskóla, Delacorte Review. Sagan fjallar um mannskætt bílslys sem varð í Tungufljóti í Biskupstungum árið 1938. Formóðir Ragnhildar, Guðrún Lárusdóttir, lést í slysinu ásamt tveimur af þremur dætrum sínum.


Ritaskrá

  • 2024  Eyja