SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir16. maí 2024

GLÆNÝ OG BRÁÐUNG

Embla Bachmann hefur nú bæst við Skáldatalið og er trúlega yngst kvenna þar, fædd árið 2006. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Embla hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir bæði sögur og ljóð. Fyrstu viðurkenninguna hreppti hún í ljóða- og smásagnakeppni Ingunnarskóla árið 2015, þá aðeins 9 ára gömul.

Embla sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu í fyrra, Stelpur stranglega bannaðar, og var hún tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og ungmennabóka. Embla er sú yngsta í sögunni sem hefur hlotið þessa tilnefningu, þá aðeins 17 ára gömul. Það verður spennandi að fylgjast með þessari ungu skáldkonu.

Úr Stelpur stranglega bannaðar:

 

Bíddu ha?

Sónarmynd… í símanum hennar ömmu?

GÆTU HLUTIRNIR MÖGULEGA ORÐIÐ EITTHVAÐ VERRI?

Nýja stelpan í bekknum er búin að stela bestu vinkonu Þórdísar. Staða hennar sem eina stelpan í stórfjölskyldunni er kannski í hættu. Þórdís vonar að þetta séu óþarfa áhyggjur; að hún haldi stöðu sinni í fjölskyldunni og nái að endurheimta bestu vinkonu sína.

 

Hún þráir ekkert heitar en að allt verði eins og áður.