SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir21. maí 2024

TVEIR FORSETAFRAMBJÓÐENDUR Í SKÁLDATALI

Tveir frambjóðendur til forseta lýðveldisins 2024 hafa sent frá sér bækur og fá þar með sess í skáldatali.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er nýlega komin í skáldahópinn en bók hennar, Í fylgd með fullorðnum, er skáldsaga byggð á bernskuminningum. 

Í dag bætist Katrín Jakobsdóttir við. Ritverk hennar eru annars vegar spennusagan Reykjavík sem hún skrifaði í samstarfi við Ragnar Jónasson og hins vegar fyrsta fræðibókin um sögu og þróun íslenskra glæpasagna sem út kom hérlendis, Glæpurinn sem ekki fannst.

Gangi ykkur báðum sem best!

 

Tengt efni