SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Katrín Jakobsdóttir

Katrín Jakobsdóttir er fædd í Reykjavík 1. febrúar 1976. Foreldrar hennar eru Jakob Ármannsson (fæddur 7. maí 1939, dáinn 20. júlí 1996) bankamaður og kennari og Signý Thoroddsen (fædd 13. ágúst 1940, dáin 11. desember 2011) sálfræðingur, dóttir Sigurðar S. Thoroddsens alþingismanns, bróðurdóttir Katrínar Thoroddsen alþingismanns og Skúla S. Thoroddsens alþingismanns, sonardóttir Skúla Thoroddsens alþingismanns.

Katrín lauk stúdentsprófi frá MS 1996. BA-próf í íslensku með frönsku sem aukagrein lauk hún frá HÍ 1999 og meistaraprófi í íslenskum bókmenntum 2004.

Katrín starfaði sem málfarsráðunautur á fréttastofum RÚV í hlutastarfi á árunum 1999–2003. Hún sinnti dagskrárgerð fyrir ljósvakamiðla og ritstörfum fyrir ýmsa prentmiðla 2004–2006. Hún kenndi hjá Endurmenntun H.Í., símenntunarmiðstöðvar og Mími tómstundaskóla á árunum 2004–2007. Þá vann hún ritstjórnarstörf fyrir Eddu – útgáfu og JPV-útgáfu 2005–2006. Hún sinnti stundakennslu við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Menntaskólann í Reykjavík veturinn 2006–2007. 

Katrín sat í stúdentaráði HÍ og háskólaráði 1998–2000. Hún var formaður Ungra Vinstri grænna 2002–2003. Fulltrúi í fræðsluráði, síðar menntaráði, Reykjavíkur 2002–2005. Formaður nefndar um barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur 2002–2006. Varaborgarfulltrúi fyrir Reykjavíkurlistann 2002–2006. Varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 2003–2013, formaður 2013–2024. Þá var hún formaður samgöngunefndar Reykjavíkur 2004 og formaður umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 2004. Hún sat í stjórnarskrárnefnd skipaðri af forsætisráðherra 2013–2016.

Katrín var alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2007–2024 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Hún var menntamálaráðherra 2009, mennta- og menningarmálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda 2009–2013 og  forsætisráðherra 2017–2021 og 2021–2024.

Katrín vék úr stól forsætisráðherra vorið 2024 þegar hún bauð sig fram til forseta Íslands.

Katrín er gift Gunnari Sigvaldasyni og eiga þau þrjá syni.

Heimild: Vefur alþingis


Ritaskrá

  • 2023  Reykjavík (ásamt Ragnari Jónassyni)
  • 2001  Glæpurinn sem ekki fannst. Saga og þróun íslenskra glæpasagna

Tengt efni