SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir23. maí 2024

SÖNN SAGA ÚR SEINNI HEIMSTYRJÖLDINNI

Elín Hirst er flestum kunn enda einn reyndasti fréttamaður landsins. Hún er með meistarapróf í sagnfræði og hefur meðfram mörgu öðru skrifað bækur sem byggja á sannsögulegum heimildum. Hún fjallaði um stríðið í Bosníu-Hersegóvínu og sögu flóttafólks þaðan og einnig skráði hún sögu Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, biskupsdóttur.

Nýjasta bók hennar er um afa hennar sem var Þjóðverji og bjó á Íslandi. Skömmu eftir að Bretar hernámu Ísland í síðari heimsstyrjöldinni handtóku þeir alla Þjóðverja sem bjuggu á landinu, og skeyttu ekkert um hvort þeir studdu málstað nasista eður ei. Karl Hirst, afi Elínar, var einn þessara manna og beið hans eins og hinna vist í fangabúðum í Englandi. Hann var langt í frá hallur undir Hitler en það skipti engu. Eftir að vistinni í fangabúðunum lauk voru mennirnir sendir til Þýskalands og tók tvö ár að berjast fyrir að komast aftur heim.

Elín er komin í skáldatal vort sem stækkar í viku hverri.

 

Tengt efni