SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Elín Hirst

Elín Hirst er fædd 4. september 1960.

Hún lauk námi í fjölmiðlafræði frá University of Florida og MA prófi í sagnfræði við Háskóla Íslands.  Hún var fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar 1992-1996, varafréttastjóri og síðan fréttastjóri Sjónvarps á RÚV 2000-2008. 

Elín sat á alþingi 2013-2016. 

Elín hefur framleitt og stýrt gerð fjölda heimildamynda og sjónvarpsþátta og skrifað bækur byggðar á sannsögulegum heimildum. 


Ritaskrá

  • 2023  Afi minn stríðsfanginn
  • 2013  Sonur þinn er á lífi, um stríðið í Bosníu Hersegóvínu og sögu flóttafólks þaðan
  • 2011  Ekki líta undan, saga Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, biskupsdóttur

 

Tengt efni