SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir12. júní 2024

BRÉFBERINN SEM HVARF

 

Í hlaðvarpi Ríkisútvarpsins má hlýða á ákaflega áhugaverða sögu Bo Jansson, bréfbera sem hvarf sporlaust árið 1976. Svo segir í kynningu á þættinum:

Mánudaginn 5. apríl 1976 mætti 27 ára gamli bréfberinn Bo Jansson ekki í vinnu á pósthúsi í Stokkhólmi þar sem hann starfaði.
Hann lét ekki heldur vita af sér eða tilkynnti sig veikan. Bosse hafði alltaf mætt samviskusamlega til vinnu svo samstarfsmenn 
fengu samstundis áhyggjur af að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera. Þegar lögreglan athugaði málið eftir dúk og disk 
og braust inn í íbúð Bosse var allt í röð og reglu en hann var hvergi sjáanlegur, hann virtist hafa gufað upp.

 

Hvarf Bo Jansson þótti mikil ráðgáta í augum vinar hans og samstarfsmanna og þykir enn. 

Þórdís Gísladóttir rekur sögu bréfberans, tengsl hans við Albaníu og Ísland, og segir frá ýmsum brotalömum á rannsókn málsins og mögulegun afdrifum hans. Þórdís skoðar málið frá ýmsum hliðum og ræðir við Veru Illugadóttur, Hlín Agnarsdóttur, Hönnu Kristínu Kristjánsdóttur, Sigrúnu Huld Þorgrímsdóttur, Hjálmtý Heiðdal og Þorvald Þorvaldsson. Þorgerður E. Sigurðardóttir sá um klippingu og framleiðslu.

Það er vel hægt að mæla með þessari forvitnilegu sögu en þættina má nálgast hér.