SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Þórdís Gísladóttir

Þórdís Gísladóttir er fædd 14. júlí 1965 og ólst upp í Hafnarfirði.

Þórdís lauk BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands, stundaði MA-nám í bókmenntum og lauk fil.lic-prófi í norrænum fræðum frá Uppsalaháskóla í Svíþjóð þar sem lokaverkefnið var rannsókn á tvítyngi.

Auk ritstarfa hefur Þórdís starfað sem bókmenntagagnrýnandi, hún hefur kennt og flutt fyrirlestra við skóla á Íslandi og erlendis, skrifað greinar í íslensk og erlend blöð og tímarit, gert útvarpsþætti og flutt pistla á RÚV, unnið sem vefritstýra fyrir Norrænu ráherranefndina og ritstýrt tímaritinu Börn og menning.

Þórdís skrifar jöfnum höndum fyrir börn og fullorðna og hefur einnig samið námsefni og útvarpsþætti og skrifað unglingabækur í samstarfi við Hildi Knútsdóttur. Þá hefur hún þýtt fjölda bóka og leikrit, flest úr sænsku.

Fyrsta ljóðabók Þórdísar, Leyndarmál annarra, hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2010, eftir það hefur hún sent frá sér ljóðabækur, barna- og unglingabækur og kennslubækur og ljóð og smásögur eftir hana hafa einnig birst í safnritum. Þórdís hefur hlotið Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, fengið þrjár tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, hún hefur tvisvar hlotið tilnefningu til íslensku þýðingarverðlaunanna og ljóðabókin Óvissustig hlaut tilnefningu til Maístjörnunnar fyrir bestu íslensku ljóðabókina sem kom út árið 2016.

Þórdís Gísladóttir býr í Norðurmýri í Reykjavík


Ritaskrá

 • 2023  Aksturslag innfæddra
 • 2022  Algjör steliþjófur!
 • 2021  Nú er nóg komið! (með Hildi Knútsdóttur)
 • 2020  Ljóð 2010-2015
 • 2020  Hingað og ekki lengra (með Hildi Knútsdóttur)
 • 2019  Mislæg gatnamót
 • 2019  Randalín, Mundi og leyndarmálið
 • 2018  Horfið ekki í ljósið
 • 2017  Doddi – Ekkert rugl! (með Hildi Knútsdóttur)
 • 2016  Doddi – Bók sannleikans! (með Hildi Knútsdóttur)
 • 2016  Óvissustig
 • 2015  Randalín, Mundi og afturgöngurnar
 • 2015  Tilfinningarök
 • 2014  Velúr
 • 2013  Randalín og Mundi í Leynilundi
 • 2012  Randalín og Mundi
 • 2010  Leyndarmál annarra

 

Verðlaun og viðurkenningar

 • 2012  Fjöruverðlaunin fyrir Randalín og Mundi 
 • 2012  Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana fyrir Randalín og Mundi
 • 2010  Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir Leyndarmál annarra
 • 2002  Verðlaun Mjólkursamsölunnar á degi íslenskrar tungu fyrir lokaverkefni um íslenskt mál: Fil.lic. ritgerð skrifað við Uppsalaháskóla

 

Tilnefningar

 • 2021  Til Íslensku þýðingarverðlaunanna fyrir Álabókina eftir Patrik Svendsson
 • 2017  Til Maístjörnunnar fyrir Óvissustig
 • 2016  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Doddi – Bók sannleikans! 
 • 2016  Til Fjöruverðlaunanna fyrir Doddi – Bók sannleikans! 
 • 2016  Til Bókmenntaverðlauna Reykjavíkurborgar fyrir Doddi – Bók sannleikans!
 • 2015  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Randalín, Mundi og afturgöngurnar 
 • 2015  Til Fjöruverðlaunanna fyrir Randalín, Mundi og afturgöngurnar
 • 2014  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Velúr
 • 2013  Til Íslensku þýðingarverðlaunanna fyrir Allt er ást eftir Kristian Lundberg

 

Þýðingar

 • 2023  Tove Ditlevsen Bernska
 • 2022  Tove Ditlevsen: Gift
 • 2020  Patrik Svensson: Álabókin 
 • 2020  Tove Jansson: Múmínálfarnir: Seint í nóvember
 • 2019  Tove Jansson: Múmínálfarnir: Minningar múmínpabba
 • 2017  Linda Boström Knausgård: Velkomin til Ameríku
 • 2017  Jonas Hassen Khemir: Allt sem ég man ekki
 • 2016  Ingmar Bergman: Brot úr hjónabandi
 • 2015  Carl-Johan Vallgren: Skuggadrengur
 • 2014  Lenu Andersson: Í leyfisleysi
 • 2013  Aino Havukainen og Sami Toivonen: Undarlegar uppfinningar Breka og Dreka
 • 2013  Mats Strandberg og Sara Bergmark Elfgren: Eldur
 • 2012  Mats Strandberg og Sara Bergmark Elfgren: Hringurinn
 • 2012 Kristian Lundberg:  Allt er ást 
 • 2011  Michael Ridpath: Hringnum lokað
 • 2011  Jan Valletin: Stjarna Strindbergs
 • 2011  Kajsa Ingemarsson: Allt á floti
 • 2010  Henning Mankell: Danskennarinn snýr aftur
 • 2010  Kajsa Ingemarsson: Sítrónur og saffran
 • 2010  Aino Havukainen og Sami Toivonen: Breki og Dreki í leikskóla
 • 2009  Henning Mankell: Kínverjinn
 • 2008  Henning Mankell: Fyrir frostið

 

Tengt efni