SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir 2. júlí 2024

HRUND HLÖÐVERSDÓTTIR KOMIN Í SKÁLDATALIÐ

Við bjóðum Hrund Hlöðversdóttur velkomna í skáldatalið!

 

 

Hrund hefur sent frá sér skáldsögur, kennslubækur o.fl. Hún hefur sinnt kennslu og skólastjórn í mörg ár en hyggst gefa ritlistinni meiri tíma á komandi árum.

 

 

 

Meðal verka Hrundar er skáldsagna-þríleikurinn sem hófst með bókinni ÓGN: Ævintýrið um Dísar-Svan (2021) en síðan fylgdu ÓRÓI. Krunk hrafnanna (2022) og ÓLGA. Kynjaslangan (2024). Í þessum bókum fléttar Hrund ævintýralegum frásögnum saman við þætti úr íslenskum þjóðsögum. Bækurnar eru ætlaðar ungmennum og fullorðnum sem hafa gaman af ævintýrum.

 

 

Tengt efni