Hrund Hlöðversdóttir
Hrund Hlöðversdóttir fæddist á Akureyri 9. janúar 1972.
Hrund kláraði nám við Menntaskólann á Akureyri árið 1992 og B.ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands árið 1997. Árið 2011 lauk hún M.ed prófi frá Háskólanum á Akureyri með áherslu á stjórnun Menntastofnanna. Hrund stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann á Akureyri og seinna við Tónlistarskóla Eyjafjarðar og lærði á píanó, söng og harmoniku.
Hrund hefur starfað í grunnskólum og leikskólum bæði við kennslu og stjórnun og gegndi starfi skólastjóra Hrafnagilsskóla í tólf ár.
Áhugasvið Hrundar snúast meðal annars um náttúru landsins, íslenska tungu, trúarbragðafræði og þjóðsögur. Í Kennaraháskólanum valdi hún ritlistaráfanga og gáfu nemendur, í samvinnu við kennara, út ljóðabækur.
Hrund hefur gefið út nokkrar skáldsögur, skrifað námsbækur fyrir Námsgagnastofnun og Biskupsstofu. Árið 2021 kom út hennar fyrsta skáldsaga, ÓGN, ráðgátan um Dísar-Svan. Önnur bók í sömu seríu, ÓRÓI, krunk hrafnanna, kom út árið 2022 og þriðja bókin, ÓLGA, kynjaslangan, kom út 2024.
Ritaskrá
- 2024 ÓLGA, kynjaslangan (skáldsaga)
- 2022 ÓRÓI, krunk hrafnanna (skáldsaga)
- 2021 ÓGN, ráðgátan um Dísar-Svan (skáldsaga)
- 2012 Bókin um Tíslu (kennslubók)
- 2008 Trúarbrögðin okkar (kennslubók)
- 2006 Merkir sögustaðir (kennslubók)
- 2006 Merkir sögustaðir (kennslubók)
- 2003 Bænir kvenna (ásamt fleiri höfundum)
- 2000 Frá heiðni til kristni (kennslubók)
- 1997 Nema ljóð og sögur II (ásamt fleiri nemum við KHÍ)
Heimasíða
hrund.net