SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir20. ágúst 2024

MOLASYKUR OG ÆVINTÝRI

Sigríður Björnsdóttir frá Miklabæ var kjarnakona, hagmælt og ritfær. Í sumar hefur Illugi Jökulsson lesið upp úr bók hennar, Í ljósi minninganna, á rás eitt í þættinum Frjálsar hendur:

Hér er tekið saman efni og lesið úr Í ljósi minninganna, bernskuminningum Sigríðar Björnsdóttur (1891-1965) frá Miklabæ. Hún lýsir á fallegan og næman en um leið hispurslausan hátt uppvexti í Skagafirði, þar sem lífið var svo rólegt og fábreytt að koma vegavinnumanna var sannkallað ævintýri og molasykur var ígildi hins stóra heims.

Smelltu á myndina til að hlusta:

Sigríður bætist í Skáldatalið í dag og fær þar sína eigin síðu eins og aðrar skáldkonur. Þar má heyra Sigríði lesa eigið ljóð og lýsa söknuði eftir æskuslóðunum.

 

 

Tengt efni