Sigríður Björnsdóttir frá Miklabæ
Sigríður Björnsdóttir fæddist að Miklabæ í Blönduhlið hinn 5. júni árið 1891. Hún ólst þar upp hjá foreldrum sínum, í ellefu systkina hópi, og naut i ríkum mæli ástríkrar umhyggju þeirra, eins og segir í minningargrein um hana. Hún settist í Kennaraskólann 1907, lauk námi og stundaði kennslustörf og giftist árið 1913 ungum Blönduhlíðingi, Eiriki Albertssyni frá Flugumýrarhvammi, sem seinna varð prestur og prófastur á Hesti í Borgarfirði. Þar bjuggu þau árum saman og áttu 9 börn en misstu einn dreng. Árið 1944 fluttu þau til Reykjavíkur en þá var Eiríkur orðinn heilsulaus og hjúkraði Sigríður honum til dauðadags 1972.
Í tvo áratugi a.m.k. hafði Sigríður með höndum barnakennslu við Landspítalann í Reykjavík. Þá var hún um langt skeið mjög virk i félagsmálum kvenna. I áfengisvarnarnefnd Reykjavikurborgar átti hún sæti og í Landssambandi gegn áfengisbölinu. Eitt kjörtímabil var hún varamaður í borgarstjórn Reykjavikurborgar.
Í minningargrein um Sigríði segir m.a. „Hún var mjög vel ritfær bæði á bundið og óbundið mál. I þetta sinn fór hún með nokkur ljóð sem hún hafði þá nýlega ort.“ Í annarri grein segir: „Þrátt fyrir stórt heimili, veikindi og alls kyns erfiðleika var alltaf nægur tími afganga til að sinna hinum ýmsu félagsstörfum, auk þess sem hún á einhvern óútskýranlegan máta og mér aldeilis óskiljanlegan gat dundað við að skrifa bækur og þær ekki af lakara taginu. Skaphöfn hennar var það heilsteypt, að hún gat ekki gert nokkurn hlut öðru vísi en vel.“
Ein bók er skráð á nafn Sigríðar í Gegni, endurminningar hennar sem heita Í ljósi minninganna (1962) og einn bókarkafli úr Lífsviðhorf mitt frá 1972. Ekki er vitað um ljóð eftir hana á prenti en hér má hlusta á Sigríði lesa ljóð eftir sig og lýsa söknuði eftir æskuslóðunum.
Sigríður lést 31. maí 1975.
Heimild: Minningargr í Morgunbl.
Viðtal við SIgríði í Tímanum 21. júní 1961
Ritaskrá
1972 Bókarkafli úr Lífsviðhorf mitt: Á leiðarenda
1962 Í ljósi minninganna