Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙29. ágúst 2024
BÓKVERKIÐ BLÁLEIÐIR - Í DAG!
Útgáfu bókverksins Bláleiðir verður fagnað i dag, milli kl. 17 og 20 á Kjarvalsstöðum.
Bókverkið er eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur, Guðrúnu Kristjánsdóttur og Snæfríð Þorsteins en verkið birtir kjarna arfleifðar myndlistarkonu og um leið margra ára samvinnu mæðgna á sviði listarinnar. Verkið er gefið út af Listasafni Reykjavíkur og útgáfufyrirtækinu Eirormi, Bókverkinu er lýst svo:
Bláleiðir er flettirit, listrænn leiðarvísir um auðn, innlönd, umbreytingar, náttúruvernd, bláma og þrá. Við sláumst í för með myndlistarkonu sem í fjöldamörg ár ferðaðist um landið og skráði hjá sér íhuganir sínar og upplifanir. Tilraun hennar til að gera náttúruupplifun sinni skil á mörkum myndlistarstefna og miðla og skapa sér vinnurými í fjölskyldulífi birtist í bókverkinu sem eins konar uppgjör.Oddný Eir rithöfundur veitir persónulega innsýn í æviverk listakonunnar móður sinnar Guðrúnar Kristjánsdóttur en verkið er unnið í náinni samvinnu þeirra og Snæfríð Þorsteins hönnuðar. Aðaltexti bókarinnar, sjálfsævisagan Bréf til Luise, er einnig á ensku í bókverkinu.
Hér má nálgast ummæli Bjarkar Guðmundsdóttur um bókverkið og ummæli Péturs Gunnarssonar. Þá verður bókverkið kynnt og rætt um það í nýju Hlaðvarpi Hlöðuberg.
Á Kjarvalsstöðum verða í boði léttar veitingar og forsöluverð á prent- og bókverki.
//
Publication party at Kjarvalsstaðir museum on a long thursday the 29th. of August, 2024 from 17-20. Introduction of the bookwork Mountain Manuscript; Mother's Marginalia and the podcast Hlaðvarp Hlöðuberg. Discussion and drinks and newly picked SÖL (dulse. Bookwork and prints sold special price.
Mountain manuscript gives an insight to a fragmented whole of an artist's work and marginalia. We join her travels to the inlands and the unknown, challenged by natures' cycles, learning to read the weather's writing. In sensing her way of seeing, we understand the importance of new ways of being. This artbook based on an ongoing conversation between mother and daughter creates an experimental interplay between various art medias and poetry, philosophy, design, archaeology, architecture, nature conservation, intuition and view, between home and the blue, family life and art explorations.