SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 1. september 2024

SKÁLDKONAN GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR FRÁ FAGRASKÓGI

Flest þekkja Davíð Stefánsson frá Fagraskógi en færri systur hans, Guðrúnu Stefánsdóttur frá Fagraskógi en nú hefur hún bæst við Skáldatalið.

Guðrún sendi aldrei frá sér ljóðabók en hún hafði snemma yndi af ljóðum og birti kvæði í ýmsum tímaritum. Úrval úr kvæðum hennar kom út árið 2015 og hafði dótturdóttir hennar, Ragnheiður Guðbjargar Hrafnkelsdóttir, umsjón með útgáfunni og ritaði inngang þar sem hún minnist ömmu sinnar og fjallar um æfi hennar og störf.

Ljóðabókin var gefin út í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna enda voru kvenréttindi Guðrúnu afar hugleikin. Meira en helmingur ljóðanna voru ort um konur og sýna viðleitni hennar til að hefja stöðu kvenna til aukinnar virðingar.  

Það má lesa meira um skáldkonuna Guðrúnu Stefánsdóttur í Skáldatalinu okkar.