SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 3. september 2024

SKÁLDKONAN GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR

Guðrún Guðjónsdóttir (1903-1989) hefur nú bæst við Skáldatalið. Guðrún fæddist og ólst upp í Reykjavík. Hún lauk barnaskólanámi en fátækt kom í veg fyrir lengri skólagöngu. Hún vann ýmis störf en gaf sig einnig að félagsstörfum og varði m.a. kröftum sínum í Sósíalistahreyfinguna. 

Guðtún hafði yndi af ljóðum og þegar tími gafst til undi hún við ljóðagerð og ljóðaþýðingar. Hún sendi frá sér tvær ljóðabækur, Opna glugga (1976) og Glugga mót sól (1988), en einnig  skrifaði hún og þýddi barnasögur og ævintýri. Alls gaf hún út sex frumsamdar bækur.

Að Guðrúnu látinni var gefin út bók sem fjallar um minningar hennar af fólki og mannlífi í Reykjavík á ofanverðri 20. öld en sonur hennar, Hreggviður Stefánsson, stóð að útgáfu hennar árið 1990.