BJÖRG CARITAS ÞORLÁKSSON 150 ár frá fæðingu hennar
Ó, þrautirnar unnar, sem Skapanorn mér skóp
er skráfesti´ hún urðarrúnir mínar!
Þó orðabókin þegi um anda míns óp
um aldir þögul ber hún minjar sínar.
Í ár eru liðin 150 ár frá fæðingu Bjargar Caritasar Þorláksson. Björg var fyrsta íslenska konan sem lauk doktorsprófi og hún átti sinn þátt í því að skapa íslensku/dönsku orðabókina sem kennd er ætið við Sigfús Blöndal. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir ritaði ævisögu hennar og Auður Styrkársdóttir skrifaði grein um hana sem ber heitið ,,Hvers vegna gleymduð þið Björgu" Lesbók Morgunblaðsins - 17. nóvember (17.11.2001) - Tímarit.is (timarit.is)
Soffía Auður Birgisdóttir skrifaði ritdóm um bók Sigríðar Dúnu sjá
En fáir hafa nefnt það á nafn að Björg gaf út ljóðabók með nafninu ,,Ljóðmæli" sem kom út á sama ári og hún lést. Þvílík gersemi þessi ljóð.
Ljóðið hér að ofan segir okkur sem höfum kynnt okkur ævi Björgu lítillega að konur hafa þurft að glíma lengi við þöggun á verkum sínum. Björg er svo sannarlega ein þeirra kvenna.
Draumur.
Kveðja Magnea