SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir 4. september 2024

BJÖRG CARITAS ÞORLÁKSSON 150 ár frá fæðingu hennar

Ó, þrautirnar unnar, sem Skapanorn mér skóp
er skráfesti´ hún urðarrúnir mínar!
Þó orðabókin þegi um anda míns óp
um aldir þögul ber hún minjar sínar.

Í ár eru liðin 150 ár frá fæðingu Bjargar Caritasar Þorláksson. Björg var fyrsta íslenska konan sem lauk doktorsprófi og hún átti sinn þátt í því að skapa íslensku/dönsku orðabókina sem kennd er ætið við Sigfús Blöndal. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir ritaði ævisögu hennar og Auður Styrkársdóttir skrifaði grein um hana sem ber heitið ,,Hvers vegna gleymduð þið Björgu" Lesbók Morgunblaðsins - 17. nóvember (17.11.2001) - Tímarit.is (timarit.is)

Soffía Auður Birgisdóttir skrifaði ritdóm um bók Sigríðar Dúnu sjá

En fáir hafa nefnt það á nafn að Björg gaf út ljóðabók með nafninu ,,Ljóðmæli" sem kom út á sama ári og hún lést. Þvílík gersemi þessi ljóð. 

Ljóðið hér að ofan segir okkur sem höfum kynnt okkur ævi Björgu lítillega að konur hafa þurft að glíma lengi  við þöggun á verkum sínum. Björg er svo sannarlega ein þeirra kvenna.

Draumur.

Hvaðan berast undraómar
innst í mína sál?
Hvaðan titra töfrahljómar,
er tendra í hug mér bál?
 
Orð þín heyri eg, -- ein af mörgum,
--- öll þau fara á svig.
En áttu í sálar innstu hörgum
afl, er heilli mig?
 
Gleymist stund og göfgi staðar. -
Glæðist innri sýn. -
Tímans bylgjur hrynja hraðar;
hverfast. - Sjálfið dvín.
 
Á sálar þinnar undiröldum
efldum fleytist eg. --
Berst á hranna bylgjuföldum
breiðan reginveg.
 
Morgunroða´ um ríki svíf eg -
rauðagullinn flaum.
Hátt á undraöflum klif eg,
eins og í furðudraum..
 
Orðabókinni miklu lokið (eftir 20 ára starf)
 
Ó, fjötrarnir hrundir, sem ár eftir ár
í álögum sálu mína bundu!
Og læstu í huga mér frostnótta fár,
sem felldi hrím á unga gróðurlundu.
 
Brot úr tveimur ljóðum úr bókinni ,,Ljóðmæli"

 

Kveðja Magnea