SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir14. september 2024

TVÆR GLÆPASAGNADROTTNINGAR TILNEFNDAR

Tvær glæpasögur eftir konur, og ein eftir mann, hlutu tilnefningu til bresku Petrona-verðlaunanna í ár. Þetta eru sögurnar Náhvít jörð eftir Lilju Sigurðardóttur sem hlýtur titilinn White as Snow í þýðingu Quentin Bates og Bráðin eftir Yrsu Sigurðardóttur sem kallast The Prey í þýðingu Victoria Cribb. Auk þeirra var tilnefnd sagan Stúlkan hjá brúnni eftir Arnald Indriðason sem ber titilinn The Girl by the Bridge í þýðingu Philip Roughton. 
 
Petrona- verðlaunin eru veitt árlega fyrir bestu norrænu glæpasöguna í enskri þýðingu. Það má nálgast frekari upplýsingar um verðlaunin hér.  
 

Til hamingju Lilja og Yrsa!