SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Lilja Sigurðardóttir

Lilja Sigurðardóttir, glæpasagnahöfundur og leikskáld, er fædd 2. mars 1972.

Lilja er með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, einkaritarapróf frá Tile Hill College í Coventry á Englandi og BA próf í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands.

Lilja hefur starfað sem sjálfstætt starfandi sérfræðingur í menntamálum og ritstjóri fagefnis fyrir leikskóla.

Fyrsta bók Lilju, glæpasagan Spor kom út hjá Bjarti árið 2009 og í kjölfarið kom skáldsagan Fyrirgefning árið 2010. Fyrsta leikrit Lilju Stóru börnin var sviðsett af leikfélaginu Lab-Loki veturinn 2013-2014 við miklar vinsældir. Lilja hlaut Grímuna, íslensku sviðslistaverðlaunin, fyrir leikritið. Spennusagan Gildran kom út hjá Forlaginu árið 2015 og á eftir fylgdi Netið árið 2016 og Búrið árið 2017. Þessi þríleikur hefur notið alþjóðlegrar hylli með tilheyrandi útgáfu í fjölmörgum löndum og hefur kvikmyndarétturinn verið keyptur af Palomar Pictures.

Lilja er nú rithöfundur í fullu starfi og býr við Elliðavatnið ásamt konu sinni og hundi.

 


Ritaskrá

  • 2023  Dauðadjúp sprunga
  • 2022  Drepsvart hraun
  • 2021  Náhvít jörð
  • 2020  Blóðrauður sjór
  • 2019  Helköld sól
  • 2018  Svik
  • 2017  Búrið
  • 2016  Netið
  • 2015  Gildran
  • 2013  Stóru börnin (leikrit)
  • 2010  Fyrirgefning
  • 2009  Spor

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2023  Bæjarlistamaður Kópavogs
  • 2019  Blóðdropinn fyrir Svik
  • 2018  Blóðdropinn fyrir Búrið
  • 2014  Gríman, íslensku sviðslistaverðlaunin fyrir Stóru börnin

 

Tilnefningar

  • 2023  Til Blóðdropans fyrir Drepsvart hraun
  • 2022  Til Blóðdropans fyrir Náhvít jörð
  • 2018  Til CWA International Dagger fyrir Gildruna
  • 2017  Til Blóðdropans fyrir Netið

 

Þýðingar

  • 2022  Betrug (Betty Wahl þýddi á þýsku)
  • 2021  Cold as hell (Quentin Bates þýddi á ensku)
  • 2021  Zdrada (Jacek Godek þýddi á pólsku)
  • 2021  Der käfig (Anika Lüders-Wolff þýddi á þýsku)
  • 2021  Fällan (Sara Lindberg Gombrii þýddi á sænsku)
  • 2021  Capcana (Liviu Szoke þýddi á rúmensku)
  • 2020  Betrayal (Quentin Bates þýddi á ensku)
  • 2020  Laţul ((Liviu Szoke þýddi á rúmensku)
  • 2020  Das netz (Anika Lüders-Wolff þýddi á þýsku)
  • 2020  Buret (Nanna Kalkar þýddi á dönsku)
  • 2020  Die Schlinge (Tina Flecken þýddi á þýsku)
  • 2020  Tsughak (Aleksandr Aghebekyan þýddi á armensku)
  • 2019  Klatka  (Jacek Godek þýddi á pólsku)
  • 2019  Snaren (Nanna Kalkar þýddi á dönsku)
  • 2019  Sieć (Jacek Godek þýddi á pólsku)
  • 2019  La cage (Jean-Christophe Salaün þýddi á frönsku)
  • 2019  Cage (Quentin Bates þýddi á ensku)
  • 2018  Fælden (Nanna Kalkar þýddi á dönsku)
  • 2018  Le filet (Jean-Christophe Salaün þýddi á frönsku)
  • 2018  Trap (Quentin Bates þýddi á ensku)
  • 2018  Pulapka (Jacek Godek þýddi á pólsku)
  • 2017  Piégée (Jean-Christophe Salaün þýddi á frönsku)
  • 2027  V pasti (Lucie Korecka þýddi á tékknesku)
  • 2017  Snare (Quentin Bates þýddi á ensku)
  • 2016  Fanget (Toni Mykelbost þýddi á norsku)

 

Tengt efni