Steinunn Inga Óttarsdóttir∙19. september 2024
ÖRLAGASÖGUR BENNÝJAR SIFJAR
Speglahúsið heitir ný bók frá Benný Sif sem er væntanleg fyrir jólin. Þetta er fimmta skáldsaga höfundarins.
Benný Sif hlaut nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2018 fyrir handritið að skáldsögunni Grímu sem kom út sama ár. Gríma spurðist vel út meðal lesenda og hlaut Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards. Í umsögn dómnefndar um bókina segiri:
„Gríma er söguleg skáldsaga sem segir frá örlögum kvenna í íslensku sjávarþorpi um og eftir miðja tuttugustu öld. Sagan er grípandi, persónusköpun sterk og bygging verksins vel úthugsuð. Textinn er lifandi og skemmtilegur en um leið lýsir höfundur harmrænum atburðum af einstakri næmni. Frásagnargleði og væntumþykja fyrir viðfangsefninu einkenna þessa hrífandi skáldsögu.“
Í barnabókunum Jólasveinarannsóknin (2018) og Álfarannsóknin (2019) er hugvitsamlega fléttað saman fróðleik og fjöri. Skáldsagan Hansdætur kom svo út árið 2020 og hlaut strax mikið lof gagnrýnenda og var tilnefnd til Evrópsku bókmenntaverðlaunanna. Þriðja skáldsaga, Djúpið, kom út haustið 2021. Árið 2023 kom ný barnabók frá Benný Sif, Einstakt jólatré en langsoltnir lesendur höfðu loksins fengið að heyra meira um Gratíönu í samnefndri bók 2022.
Skáldsögur Bennýjar eru örlagasögur fólks úr íslenskum veruleika, höfundur tvinnar haganlega saman sorgir og sigra sögupersónanna og lesandinn getur vart annað en hrifist með, segir á vef Forlagsins.
Soffía Auður hefur fjallað um verk Bennýjar Sifjar hér á vef skáld.is: