SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir 6. október 2024

BROTIN KONA EFTIR SIMONE DE BEAUVOIR

Komin er út bókin Brotin kona (La femme rompue) eftir Simone de Beauvoir í íslenskri þýðingu Jórunnar Tómasdóttur. Formála skrifar Irma Erlingsdóttir.

Af þessu merka tilefni verður haldið útgáfuhóf í Auðarsal í Veröld, fimmtudaginn 10. október, klukkan 17:00-18:00, og eru allir velkomnir á viðburðinn. Að honum standa STUTT - rannsóknastofa í smásögum og styttri textum, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og franska sendiráðið. 

 

Dagskrá

Petrína Rós Karlsdóttir mun segja frá störfum Jórunnar í þágu erlendra tungumála. Jórunn var formaður STÍL, kennari og verkefnastjóri Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Ásdís R. Magnúsdóttir kynnir verkið og þýðinguna og Rebekka Þráinsdóttir les valda kafla úr sögunum þremur.

Franska sendiráðið og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur bjóða upp á léttar veitingar.

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur stóð að útgáfunni í samstarfi við Háskólaútgáfuna.

Irma Erlingsdóttir, prófessor við Mála- og menningardeild HÍ, er höfundur eftirmála. Ásdís R. Magnúsdóttir, prófessor í frönsku máli og bókmenntum við Mála- og menningardeild HÍ,  ritstýrði bókinni.

 

 

 

Tengt efni