BROTIN KONA EFTIR SIMONE DE BEAUVOIR
Komin er út bókin Brotin kona (La femme rompue) eftir Simone de Beauvoir í íslenskri þýðingu Jórunnar Tómasdóttur. Formála skrifar Irma Erlingsdóttir.
Af þessu merka tilefni verður haldið útgáfuhóf í Auðarsal í Veröld, fimmtudaginn 10. október, klukkan 17:00-18:00, og eru allir velkomnir á viðburðinn. Að honum standa STUTT - rannsóknastofa í smásögum og styttri textum, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og franska sendiráðið.
Dagskrá
Petrína Rós Karlsdóttir mun segja frá störfum Jórunnar í þágu erlendra tungumála. Jórunn var formaður STÍL, kennari og verkefnastjóri Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Ásdís R. Magnúsdóttir kynnir verkið og þýðinguna og Rebekka Þráinsdóttir les valda kafla úr sögunum þremur.
Franska sendiráðið og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur bjóða upp á léttar veitingar.
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur stóð að útgáfunni í samstarfi við Háskólaútgáfuna.
Irma Erlingsdóttir, prófessor við Mála- og menningardeild HÍ, er höfundur eftirmála. Ásdís R. Magnúsdóttir, prófessor í frönsku máli og bókmenntum við Mála- og menningardeild HÍ, ritstýrði bókinni.